Þjónusta

Calco hefur miklar reynslu af alhliða fjármálaráðgjöf og að hjálpa viðskiptavinum sínum að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi þau tækifæri/vandamál sem fyrir þeim liggja. Dwight D. Eisenhower sem var frægur fyrir sinn þátt í skipulagningu D-Day árasarinnar, fyrir að vera fyrsti fimm stjörnu hershöfðinginn og einn vinsælasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna lét hafa það eftir sér að í undirbúningi fyrir átök þá hefði honum alltaf fundist áætlanir gagnslausar en gerð áætlana væri ómetanlegt (e. “In preparing for battle I have always found that plans are useless, but planning is indispensable).

Við hjá Calco erum hrifnir af þessari speki. Við ekki frekar en aðrir vitum hvað framtíðin ber í skauti sér en það er nauðsynlegt gera áætlanir til þess að átta sig á hvaða sviðsmyndir hafa mest áhrif á þig og hvaða þætti þarf að íhuga í því í sambandi.

Reynslu okkar af ráðgjafaverkefnum má gróft flokka í eftirfarandi flokka:

Fjárfestingarráðgjöf
Verðbréfalögin skilgreina hvað felst í fjárfestingarráðgjöf, þ.e. að um persónulega ráðleggingu til viðskiptavinar. varðandi fjárfestingar. Fjárfesting snýr að eignahlið fyrirtækja og að meta hvort og hvenær slík fjárfesting er skynsamleg og bera saman við aðra kosti sem liggja fyrir. Calco hefur m.a. reynslu af því að meta fjárfestingar í fasteignum, fyrirtækjum, og verðbréfasöfnum

Fjármögnunarráðgjöf
Frumskógur fjármögnunarleiða og fjármögnunarfyritækja krefst greiningar af hálfu viðskiptavinar. Calco býr yfir mikilli þekkingu hvernig best er að leita eftir fjármögnun til þess að hámarka möguleika á því að ná sem bestu kjörum á fjármögnun félagsins. Óháður aðili getur aðstoðað viðskiptavin sinn betur í að meta hvort núverandi fjármögnun sé hagkvæmust eða hvort það borgi sig að leita annarra tilboða.

Fjárhagsleg endurskipulagning
Fjármagnsþörf félags til skemmri og lengri tíma getur kallað á fjárhagslega endurskipulagningu er félög ganga í gegnum fjárhagslega erfiðleika. Hagsmunaðilar tapa trausti og þarfnast upplýsinga um stöðuna og hvernig félagið mun vinna sig út úr þeim.

Rekstrarráðgjöf
Calco hjálpar stjórnendum félaga að finna lausn á vandamálum í rekstri. Calco hefur komið sér upp vinnutólum sem við erum vanir að vinna með til þess að greina og finnar úrlausnir á flóknum vandamálum.

Verðmatsráðgjöf
Verðmöt eru algeng og þau notuð sem grunnur viðskipta eða úrlausna ágreinings á fjármálamörkuðum sem og víðar. Þau eru meðal annars að finna í ársreikningum og oft notuð til stuðnings í lánveitingum. Calco hefur víðtæka reynslu að gerð verðmata og túlkun þeirra. Grunnur verðmatsins skiptir máli og hefur Calco unnið með IFRS (International Financial Reporting Standards), íslenska reikningsskilastaðla, GAAP (General Accepted Accounting Principles), International Valuation Standards og mörg verðmöt þar sem erfitt er að átta sig hver grunnur verðmatsins er.
Sitt sýnist hverjum um gullið eða eins og sagt er á ensku “Beauty is in the eye of the beholder”. Verðmat getur verið háð því fyrir hvern það er gert. Til dæmis geta verið samlegðaráhrif fyrir aðila í viðlíka rekstri sem ekki eru til staðar nema fyrir þá. Sýn manna á framtíðina og geta til að ná í fjármagn er mismunandi.

Ráðgjöf í samningaviðræðum
Samningaviðræður þarf að skipuleggja, gerð af aðilum sem hafa þekkingu á samingsatriðunum og getuna til að hugsað skýrt og fljótt undir pressu og óvissu. Calco hefur viðamikla reynslu og þekkingu á smáum og stórum samningaviðræðum hvort sem um ágreiningsmál sem eru rekin fyrir dómstólum eða að ná sem hagstæðustu kjörum í fjármögnun hjá fjármálafyrirtækjum .

Áhættustýring
Áhættustýring er það ferli sem felst í þekkja, mæla, stjórna og hafa eftirlit með afkomu miðað við væntingar. Í því felst að búið sé til skipulag í að þekkja áhættuna (t.d. flokkun og skilgreina áhættuþætti), að mæla áhættuna (einfaldur mælikvarði væri t.d. nafnverð en flóknari væri t.d. vágreining (e. value-at-risk)), stýra áhættunni (regluverk og mótaður áhættuvilji sem tryggir að allir skilji þá áhættu sem er tekin og hvernig) og að haft sé eftirlit með áhættunni (eftirlits- og heimildakerfi). Frávik frá væntri afkomu krefst þess að til staðar sé fjárhagsáætlun sem er mikilvægur þáttur áhættustýringar. Kortleggja þarf áhættuþætti í fjárhagslíkön viðskiptavinar og þessu þarf að koma til skila með skiljanlegum hætti og á réttum tíma. Það er oftast betra að taka ákvarðarnir út frá skýrslu sem inniheldur einhverja ónákvæmni og tekur skamman tíma að gera en að hafa skýrslu sem er hárnákvæm en tekur margar vikur eða mánuði að framleiða. Áhættustýring hefur orðið fyrir aðkasti að okkar mati undanfarin ár þar sem orðið hefur verið notað og misnotað sem frasi og allsherjarlækning á allskonar vandamálum án nokkurar tilraunar til þess að skilja hvaða þætti áhættustýringar er verið að vísa í.

Greiningarskýrslur
Calco hefur unnið fjölda greiningarskýrslan fyrir viðskiptavini sína. Calco býr yfir mikilli reynslu í að finna upplýsingar og greina þær. Minnisblað eða skýrsla getur verið besta leiðin til þess að safna hugsunum sínum saman og að fá óháðan utanaðkomandi aðila til þess að leggja mat á stöðuna er oft byrjun á stærri verkefnum.

Áreiðanleikakannanir (e. Due dilligence)
Áreiðanleikakönnun eykur skilning fjárfestis á reskrti og stöðu þess félags sem keypt er. Áreiðanleikakannanir geta skipta miklu máli ef til ágreinings kemur og ráða á endanum kaupverðinu. Calco hefur reynslu af því að sjá um áreiðanleikakannanir fyrir seljendur og að vera hluti af áreiðanleika teyminu hjá kaupendum. Áreiðanleika kannanir þarfnast sérþekkingar og verkstjórnar og hefur Calco reynslu í að vinna með endurskoðunarfyrirtækjum, lögfræðistofum, upplýsingtæknifyrirtækjum, fjármálafyrirtækjum og öðrum sérfræðingum sem koma að slíku ferli.